Arduino á breadboard.

Smiðaði mér single side Arduino bretti fyrir nokkru og hef skemmt mér við að prufa hitt og þetta.
Aðallega tilbúin forrit meðan maður er að kynna sér hvernig á að forrita Arduino.

En langaði líka að geta gert þetta á breadboard svo ég gæti búið mér til virkni á kubbnum sem færi síðan í verkefni.
Vildi ekki vera alltaf að taka Atmega kubbinn úr brettinu.

Búin að bagsa mikið við að fá þetta til að virka.

1 spennugjafi, passa að hann sé góður, 5v og ekki miklar truflanir með, sumt er bara ekki vel hannað.
Það er ástæða fyrir því að sumt er ódýrt.
Eða nota 5V regulator við 7-12volta spennugjafa.

2 Ýta á reset takka þegar Arduino hugúnaður er komin í upload, svo Arduino kubbur taki við sketch í upload.
Eftir að ég var búin að setja bootloader inn á kubbinn gat ég bara sett inn forrit einu sinni svo vildi
hann ekki taka við aftur. Fékk alltaf villu avrdude: stk500_getsync(): not in sync: resp=0x00 sem segir að samskipti
séu ekki í lagi. Reyndar í lagi en Arduino kubbur er bara ekkert að taka við.

Síðan er það USB í serial TTL.

Passa sig að velja rétt af þessum ódýrum á ebay.
Skoða á heimasíðu framleiðanda kubbsins hvaða stýrkerfi virkar með.
Ég verslaði kubb með PL2303HX hann virkar fínt með windows 7 en alls ekki með windows 8/8.1
En síðan fann ég drivera og núna kemur hann sem fram sem serial port. Hér eru driverar fyrir windows8 

aard bread

Hér er svo búið að víra þetta betur upp.

arduino breadbort