Laga Mac Cinema Display

Fékk í hendurnar bilaðann Mac Cinema Display. Flottur skjár þótt komin sé til ára sinna.

apple-cinema-display

Ákvað að eyða smá tíma að reyna laga hann, fann noturlega fullt af leiðbeiningum á netinu hvernig taka á svona grip í sundur.

En það er samt ekki einfallt.

Svo var farið að leita að þessu vanalega, bilaðir þéttar, en þetta virtist allt vera í þessu fína.

Fann þarna einn voltage regulator 3.3 volt og output á honum var 3.2 volt. Varla gat hann verið að valda þessu.

regulator

Ákvað samt að fara í Miðbæjarradíó og fá mér annan í staðinn.

Setti hann í og volla, rauk í gang.

cinema

Fínt að vera komin með svona skjá til að vinna á.

Þannig ef þið eigið svona bilaðan skjá, prufa skipta um þennan íhlut.