Arduino smábretti

Bjó mér til minna Arduino bretti, þar sem ætlunin er að nota það í RGB Led verkefni.

Rakst á skemmtilega lausn, þar sem RGD Led er notað til að sýna hitastig.

http://www.psychicorigami.com/2012/09/04/arduino-powered-temperature-sensing-rgb-led-nightlight/

Svo nokkrar RGB Led út í glugga sem skraut og ef það er kallt úti þá blátt, grænt yfir frostmark og rautt ef 10gr nást.

Bara hafa hitaskynjarann ekki í sólinni.

smaras1 

Hér sést vel hversu minna það er samborið við Arduino bretti sem ég bjó til áður.

smaras2

Relay borð fyrir Raspberry PI

Til eru margar skemmtilegar útgáfur af relay borðum fyrir Raspberry PI/Arduino á ebay.

En ég vildi hafa vörn fyrir innganga í leiðinni svo ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af að skemma GPIO.

Einnig vildi ég geta notað relay borðið strax eftir fikt, þannig inngangar á það eru tveir, pinnar og festingar.

Rásin er frekar einföld, relay þolir að vísu ekki nema 120V AC, þannig engan riðstraum takk.

mynd2 mynd relay2 pcb relay pcb

Laga Mac Cinema Display

Fékk í hendurnar bilaðann Mac Cinema Display. Flottur skjár þótt komin sé til ára sinna.

apple-cinema-display

Ákvað að eyða smá tíma að reyna laga hann, fann noturlega fullt af leiðbeiningum á netinu hvernig taka á svona grip í sundur.

En það er samt ekki einfallt.

Svo var farið að leita að þessu vanalega, bilaðir þéttar, en þetta virtist allt vera í þessu fína.

Fann þarna einn voltage regulator 3.3 volt og output á honum var 3.2 volt. Varla gat hann verið að valda þessu.

regulator

Ákvað samt að fara í Miðbæjarradíó og fá mér annan í staðinn.

Setti hann í og volla, rauk í gang.

cinema

Fínt að vera komin með svona skjá til að vinna á.

Þannig ef þið eigið svona bilaðan skjá, prufa skipta um þennan íhlut.

 

GPIO kapall

Tengjast við Raspberry PI GPIO og Breadbord þarf að vera þægilegt.

Bjó mér fyrst til úr IDE kapall og Pin tengjum.

V1.0

 1 

En hann var alls ekki nógu góður. 

V2.0 prentplata,IDE kapall og 26 pinna modular tengi.

2 3 4 5

LAB Spennugjafi

Búa til LAB spennugjafa úr notuðum hlutum.

3.3V - 5V - 12V

Tengi af biluðu móðurborði. ATX og USB

Spenngugjafi sem átti að henda.

Box sem utan af LTO spólu.

1 2 3 4