LAB Spennugjafi

Búa til LAB spennugjafa úr notuðum hlutum.

3.3V - 5V - 12V

Tengi af biluðu móðurborði. ATX og USB

Spenngugjafi sem átti að henda.

Box sem utan af LTO spólu.

1 2 3 4

Fiber Optic tester.

Eftir leit að Fiber kapall tester á ebay, sem kosta slatta og eru allir með laser sem skemma augun, svo ekki er hægt að horfa inn í ljósið.

Ákvað ég að smíða mér minn eigin. Ekki sá fyrsti sem ákveður þetta. http://www.instructables.com/id/Build-a-simple-Fiber-Optic-tester/

Svo ég setti þetta saman með Joule Thief rásinni, þannig ég þarf aldrei að kaupa batterí, nota bara þau sem á að henda, þar sem þessi rás getur
keyrt á batterí alveg niður í 0.4volt.

V1.0

1  2 3 4 5 6

 

Capture

Bedini rás

Bedini rás.
Flytur orku úr einu batterí yfir í annað án þess að tapa orku við flutning. 

Er skemmtilegt að smíða, hægt að nota t.d gamla harða diska, segul og spindla úr þeim.
Hér eru nokkrar myndir og video af þessu skemmtlega verkefni. 

Smíðaði þessa útgáfu úr gömlum hörðum diskum,seglum og vír sem ég tók úr túpu sjónvarpi.
Youtube er með stafla af video um þessa rás. 

það er skemmtileg háspenna í þessari rás svo fara varlega.

ProperCircuitDiagram2

mynd1

mynd2

 

Búa til prentplötur

1, Ultra Violet led dóður.

2 Gamall scanner

3 Ljósnæm prentplata.

4 Efni til framköllunar = vítissódi.

5 Efni til að eyða í burtu kopar, 3% súrvatn+15%Borðedik+salt.

Fyrsta var búin til plata með UV led á.
Prufa UV led með 12V,passa bara horfa ekki mikið á þau í gangi, fer ekki vel með augun.
Prentaði rás á glæru sem hægt er að setja í bleksprautu prentara. 

Næsta var að prufa etcha nokkrar plötur og sjá hvort efni til framköllunar og eyða burtu kopar séu í réttu hlutföllum. Of mikil vítissódi tekur allt ljósnæma efnið í burtu, 10gr í 1L af vatni er of mikið, ca 7 gr í 1L af vatni er nóg. Passa vera með hlífðargleraugur og hanska því þessi efni skemma húð og annað sem þau eiga ekki að komast í snertingu við.

20130217 174439 20130218 211141 20130218 213025 20130225 190543