Fjarlægja trérætur 20+ ára

Nokkrar skemmtilegar leiðir eru til að fjarlægja trérætur á youtube.

En sú sem var einföldust er að nota drullutjakk (Jeppatjakk.)

Grafa nógu vel kringum rótina fjarlægja sem mest mold og ná vel undir rótina.

Síðan koma tjakkanum vel undir og byrja tjakka upp, skemmtilega notalegt hljóð þegar rótin byrjar að rifna upp.

 

Grafa nógu vel frá trénu, búin að reyna nota keðjusög til að taka af rót, gekk lítið. 

 

 

Svo var náð í drullutjakk.

Hér er komin smá haugur af rótum 4stk.

 

ATX Spennugjafi LAB

ATX spennugjafar eru út um allt, hægt að fá fína í góða hirðinum til að nota sem lab spennugjafa.

Einfalt að aðlaga þá svo hægt sé að nota þá í lab.

Hér er notað atx plug af móðurborði, banaplug,usb tengi og pin headers til fá spennunna 3.3v 5v 12v.

Einnig var sett 3.3v og 5v regulator til að geta notað einnig 12v spennugjafa.

Svo til öryggis var settur Poly Switch Resettable á pin headers útganga, 1.1A til að varna mistökum við tengingar á breadboard.

 

DSC 0091 DSC 0092 DSC 0093 DSC 0094 

DSC 0095 DSC 0096 DSC 0097 DSC 0098

Hér er linkur í version 1

PCB Etch tankur DIY

Búa til etch tank undir pcb svo það gangi betur að taka í burtu kopar þegar verið að búa til prentplötur.

Beint út í gæludýrabúð og versla hitara,pumpu og slöngusett, síðan í rúmfatalagerinn eftir boxi.

DSC 0035 Medium DSC 0036 Medium DSC 0037 Medium DSC 0038 Medium  

Illa gekk að festa slöngur á botni og loft dreifðist illa, svo á endan var notað raflagnarör með nokkrum götum og látið halla til dreif loftbólum betur.

Lausnin endaði svo með rörið í botni.

tankur

Að nota þessa aðferð sparar slatta tíma.

Kostnaður innan við 6þ

 

Bæta við Bluetooth í gamalt Tivoli Pal útvarp.

Til að gera þetta mögulegt var Aux inngangi fórnað, og tveir rofar settir á til að skipta milli útvarps inngangs og bluetooth.

Þetta eru mjög ódýr bluetooth kubbar sem fást á ebay xs3868 kosta kringum 5$.

Það eru til mun flottari kubbar í þetta hlutverk. En þar sem ekki er verið að sækjast eftir besta soundi í þessu tilviki þá er þessi kubbur ágætur.

Aðgerðin er mjög einföld, Stela 5 volta spennu inn á bluetooth kubbinn og setja rofa í aftan á útvarpið til að skipta á milli útvarps og bluetooth.

Tækið.

tp1 

  Rofar til að skipta á milli útvarps og bluetooth.

tp5

Tek sem sagt aux ingangi af tækinu og set teningar í rofan í staðinn.

Lóða pinna á fyrir spennu.

tp2

Lóða kubbinn fastann á veroboard með spennu pinnum og taka út fyrir LR útgangi.

tp3

Finna 5Volt inn á kubbinn, er að vísu ekki gefin upp fyrir svona háa spennu en hann lifir það af J

tp4

 

Starra fæla

Starrar.

Byrjuðu sumarið á að gera sér hreiður í grillinu, hafa síðan vanið komur sínar á svalirnar í haust.

Svo eitthvað þarf til að fæla þá í burtu, því þetta eru friðaðir fuglar.

Skynjari með vælu sem fer í gang þegar þeir koma.

Efni til að búa þetta til, infrauður skynjari,væla,on/off rofi,9volta battery tengi,Atmega 168 og svo gott box utan um allt saman.

           

 

IMG 20141012 214023  IMG 20141012 214034   IMG 20141012 214248  IMG 20141012 214310

Starrinn kom og þetta fældi hann um leið. Spurning hvort hann eigi eftir að venjast þessu ?

Kóðin fengin héðan og þaðan.

 

int ledPin = 13;        // Pinni 13 fyrir LED 
int inputPin = 2;        // Ir sensorinn
int pirState = LOW;       // byrja a engri hreyfingu
int val = 0;          // til ad lesa stodu ir
int pinSpeaker = 10;      //vælan

void setup() {
 pinMode(ledPin, OUTPUT);   // stilla led sem output
 pinMode(inputPin, INPUT);   // stilla ir sem input
 pinMode(pinSpeaker, OUTPUT);
 Serial.begin(9600);
}

void loop(){
 val = digitalRead(inputPin); // lesa gildi á input
 if (val == HIGH) {      // athuga hvort input sé 1
  digitalWrite(ledPin, HIGH); // kveikja á led
  playTone(300, 160);
  delay(150);

  
  if (pirState == LOW) {
   // vælan fer gang
   Serial.println("hreyfing!");
   // sendum stoduna í serial
   pirState = HIGH;
  }
 } else {
   digitalWrite(ledPin, LOW); // slokkva á led
   playTone(0, 0);
   delay(300);  
   if (pirState == HIGH){
   // slökka á vælu
   Serial.println("engin hreyfing!");
   // sendum stoduna á serial
   pirState = LOW;
  }
 }
}
// tími vælu í mSecs, tíðni í hertz
void playTone(long duration, int freq) {
  duration *= 1000;
  int period = (1.0 / freq) * 1000000;
  long elapsed_time = 0;
  while (elapsed_time < duration) {
    digitalWrite(pinSpeaker,HIGH);
    delayMicroseconds(period / 2);
    digitalWrite(pinSpeaker, LOW);
    delayMicroseconds(period / 2);
    elapsed_time += (period);
  }
}