Mæla vatnshita á inntaksgrind.

Raspberry PI nýtist vel í að mæla hitastig á inntaksgrind í húsnæði.

Mælar settir á þá staði sem óskað er.

Þá sést hver nýtingin er úr ofnakerfinu.

Inntakið í húsið er 65gráðu heitt.

Uppsetning á þessu er Ubuntu vefþjón, Rasberry PI, þrír hitanemar DS18B20

Á Ubuntu vefþjóni keyrir InfluxDB með Grafana.

Raspberry PI tekur gildi frá hitanema á 5mín fresti og sendir inn í grafana.

Grafana býr til gröfin, og lætur vita með email ef hitastig er ekki innan gilda.

Hægt er að tengja grafana við Bulksms